3.9 C
Selfoss

Aldursflokkamót HSK í sundi

Það var mikil stemning í sundlauginni á Hvolsvelli á miðvikudag í síðustu viku þegar aldursflokkamót HSK í sundi var haldið þar. Ekki hefur náðst að halda mörg mót síðastliðið ár vegna aðstæðna í samfélaginu og svo þetta var kærkomið tækifæri fyrir sundfólkið á Suðurlandi til að koma saman og ná loks að keppa í sundi. Það voru þrú félög sem sendu keppendur til leiks, Dímon, Hamar og Selfoss.

UMF Selfoss sigraði stigakeppnina örugglega með 187 sig, Hamar varð í öðru sæti með 52 stig og Dímon í því þriðja með 26 stig.

Stigahæsta sundið samkvæmt stigatöflu FINA synti Jakob Ingi Reynisson frá UMF Selfoss og synti hann 100 m. skriðsund á 0:59,42 mín. sem gefur 432 stig.

Öllum þeim sem komu að skipulagningu og störfum á þessu móti eru færðar kærar þakkir fyrir.

Fréttatilkynning frá sundnefnd HSK

Fleiri myndbönd