7.8 C
Selfoss

Hugleiðingar um heilbrigðismál í Árborg í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga

Marianne Brandsson - Nielssen
Marianne Brandsson – Nielssen

Ég er sérfræðingur í heimilislækningum og hef starfað sem slík á Selfossi, Hólmavík, Vík, Hveragerði og víða erlendis. Daglega eru sagðar fréttir af gífurlegu álagi á Landspítala. Langur biðtími er á bráðamóttöku og löng bið eftir aðgerðum á spítalanum. 100 inniliggjandi sjúklingar á Landspítala bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Nýr forstjóri Landspítalans, Runólfur Pálsson, hefur sent út ákall um að heilsugæslustöðvar og aðrar stofnanir hlaupi undir bagga til að draga úr álagi spítalans.

Nú er lag. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Áborg bregðist við og leggi áherslu á að efla Heilbrigðisstofnun Suðurlands enn frekar, til viðbótar því sem gert hefur verið á síðustu misserum. Sérfræðilæknum hefur fjölgað. Má þar nefna, bráðalækni og geðlækni. Í haust er væntanlegur öldrunarlæknir og annar krabbameinslæknir í hlutastarf, einnig hefur verið ráðinn nýr barnalæknir og svo kvensjúkdómalæknir. Þetta er góð þróun.

Minn vilji er að lögð verði áhersla á að íbúar á Suðurlandi fái fjölbreyttari þjónustu í heimabyggð. Til þess þarf að taka skurðstofu í notkun á ný svo hægt verði að veita þá þjónustu að sjúklingur geti farið í aðgerð að morgni og farið heim í lok dags. Má þar nefna æðahnúta- kviðslit- axlaaðgerð og fleira. Ég vil að fæðingardeildin verði efld. Þar starfa öflugar og færar ljósmæður og annað starfsfólk. Í dag er konum ekki boðið að fæða á HSU nema allt sé eðlilegt.  Því vil ég að verði breytt.

Því miður er langur biðtími til að fá viðtal við heimilislækni. Með öllum ráðum verður að breyta því. Í mínum huga er áríðandi að skjólstæðingar séu skráðir hjá sínum heimilislækni og eigi skjótan og greiðan aðgang að honum sem hann er búinn að byggja upp traust við.

Heilsugæslustöðvarnar eru fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu og því er svo mikilvægt að hlúa vel að þeim.

Marianne Brandsson – Nielsen
Í 13. sæti á lista Framsóknar

Nýjar fréttir