-1.6 C
Selfoss

Ljúfur vorboði frá Laugarvatni

Kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur sína árlegu vortónleika í Skálholtskirkju dagana 27. og 28. apríl. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 bæði kvöldin en húsið opnar kl. 19:30.

Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt úrval þjóðlaga og vorlaga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur er í höndum Eyrúnar Jónasdóttur kórstjóra auk kórfélaga sjálfra.

Hægt er að panta miða í gegnum netfangið gudnysa@ml.is.

Fleiri myndbönd