-1.6 C
Selfoss

DJÄSS á ferð og flugi

DJÄSS
Tríóið DJÄSS

Tríóið DJÄSS fer í tónleikaferð um landið í maí og
júní. Þeir hefja leik í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ þann 5.maí, kl.20.00.
Tríóið hefur gefið út 3 plötur og er fyrsta platan þeirra „Songs from
the top of the world“, sem inniheldur íslensk rokk-,punk- og dægurlög í
þeirra útsetningum, orðin ein söluhæsta íslenska instrumental jazzplata sem komið hefur út hér á landi. Platan kom út 2011 og er enn að seljast.
JR Music gaf hana svo út á vinyl fyrir nokkru og er hún ásamt öðrum
plötum tríósins vinsæl á steymisveitum víða um heim, sem hefur m.a.
leitt af sér að þeir eru að fara að spila á geysiflottu jazzfestivali,
Jazz Baltica í Þýskalandi í lok júní og verður það lokahnykkur
tónleikaraðarinnar.

Þeirra þriðja plata, sem einfaldlega ber nafnið
DJÄSS, kom út í fyrra og fyrir hana fékk Karl Olgeirsson, píanóleikari,
tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum „lagahöfundur
ársins í jazz og blústónlist“.

Tríóið DJÄSS hefur starfað frá árinu 2010, fyrstu 10 árin undir nafninu
Hot Eskimos, en breyttu nafninu í DJÄSS fyrir tveimur árum.
Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl.20.00 og eru aðgöngumiðar seldir
við innganginn.
Hægt verður að kaupa léttar veitingar á undan tónleikum, eða frá kl.19.00
og eru þeir tónleikagestir sem ætla að nýta sér það, beðnir um að panta
borð hjá Hrönn í síma 822-3584 eða senda tölvupóst á
hlodueldhusid@gmail.com

Nýjar fréttir