2.8 C
Selfoss

Staða fatlaðs fólks í sveitarfélögum landsins

Vinsælast

Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga 14. mai, eru Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp, að ferðast um landið og funda með frambjóðendum og kjósendum.

Fundarefnið er staða fatlaðs fólks í sveitarfélögum.

Málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 2011, og hefur verið fjárhagslegt bitbein æ síðan. Það er mat Sambands Íslenskra sveitarfélaga að það vanti um 8 til 12 milljarða frá ríkinu til sveitarfélaga til að þau nái að sinna málaflokknum vel.

Samt er það ljóst á könnun sem Öryrkjabandalagið lét Gallup vinna snemma í vor, að kjósendum er langt frá því að vera sama um hvernig haldið er á málum.

Ríflega 80% aðspurðra segja það hafa áhrif á hvaða framboð þeir velja, hversu mikla áherslu framboðið leggur á málefni fatlaðs fólks.

Væntanlega þekkja langflestir til fatlaðs einstaklings, annað hvort í stór fjölskyldu okkar, eða vinafjölskyldu, sem hefur áhrif á afstöðu þeirra.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir að samtal og samráð við sveitarfélögin sé sérstaklega mikilvægt, og því ómetanlegt að hitta frambjóðendur og ræða málin. Það er ljóst nú þegar, að þekking innan sveitarfélaganna á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, er ekki nógu mikil, og þetta því kærkomið tækifæri að blása verðandi bæjarfulltrúum metnað fyrir málaflokknum í brjóst.

Það er almenn skoðun þeirra frambjóðenda sem sótt hafa þá fundi sem haldnir hafa verið, að þeir hafi verið upplýsandi, og þarft innlegg í kosningabaráttuna.

Næstu fundir verða á þriðjudaginn 12. apríl, í Árborg á Hótel Selfossi, og Hveragerði á Hótel Örk. Fundirnir hefjast báðir kl. 17.

Nýjar fréttir