Opinn fundur var haldinn á Midgard þriðjudagskvöldið 29. mars þar sem fór fram kynning á framboði Nýja óháða listans, kynning á frambjóðendum í efstu sætum, umræða og svo könnun á meðal fundargesta þar sem gafst kostur á að raða frambjóðendum í efstu sæti listans.
Vel var mætt á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um mikilvæg málefni sem verða frambjóðendum listans gott veganesti fyrir kosningabaráttu næstu vikna. Af fundinum að dæma er mikill áhugi og almenn ánægja með framboðið
Með hliðsjón af könnuninni eru efstu sæti listans skipuð eftirfarandi einstaklingum:
1. sæti – Tómas Birgir Magnússon, ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari
2. sæti – Christiane Bahner, sveitarstjórnarfulltrúi og lögmaður
3. sæti – Guðni Ragnarsson, flugmaður og bóndi
4. sæti – Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og bóndi
5. sæti – Guðmundur Ólafsson, bóndi
6. sæti – Rebekka Katrínardóttir, verslunareigandi
7. sæti – Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur
Listinn er skipaður einstaklingum víðsvegar úr sveitarfélaginu sem eiga það sameiginlegt að vilja bjóða fram krafta sína og hugsjónir með það að markmiði að byggja upp betra og réttlátt samfélag fyrir alla íbúa sveitarfélagsins ásamt því að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem eru að finna á svæðinu.
Frambjóðendur þakka fyrir þann mikla meðbyr og hvatningu sem kom fram á fundinum. Næstu dagar fara í að skipuleggja málefnastarfið og næstu opna fundi á svæðinu ásamt því að ljúka uppstillingu listans á neðstu sætum.