3.9 C
Selfoss

Svínakjöt í góðu

Vinsælast

Katrín Þrastardóttir er Sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Ég vil byrja á því að þakka minni kæru vinkonu Sigrúnu Völu fyrir þessa skemmtilegu áskorun. Nú nýti ég tækifærið og kynni fyrir sunnlendingum það allra besta sem ég fæ hjá móður minni og leik oft eftir fyrir fjölskyldu mína. Heim hjá mér og foreldrum mínum kallast þessi góði réttur einfaldlega Svínakjöt í góðu.

Svínakjöt í góðu

600gr. Svínahnakki
300ml Matreiðslurjómi
Nóg af Smjöri
1 stk Sítróna
½ dl Steinselja
2 tsk Estragon
2 teningar Nautakraftur
Svartur pipar
Salt

Gott er að byrja á því að lemja kjötið létt með buffhamri. Að því loknu skal pannan hituð vel með nægu smjöri, þegar pannan er orðin vel heit skal kjötið steikt. Leggið kjötið til hliðar og saltið. Lækkið undir pönnunni og setjið á hana estragon, steinselju og rjóma. Að því búnu skal bæta við nautakrafti, svörtum pipar, salti og safa úr einni sítrónu. Hitið að suðu og hrærið vel í. Síðan skal kjötinu bætt út í aftur, lofið bragðinu að taka sig í um það bil 10 mínútur á lágum hita. Berið fram með hrísgrjónum og baguette brauði.

Mér þykir við hæfi að skora á móður mína Hrafnhildi Karlsdóttur að koma með næstu uppskrift, en hún er mikill meistarakokkur líkt og sést á þessari uppskrift sem ég hef stolið af henni.

Nýjar fréttir