0.6 C
Selfoss

Kristrún E. Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Gallery Listaseli

Vinsælast

Kristrún E. Pétursdóttir opnaði sýningu á verkum sínum í dag, þann 1. apríl í Gallery Listaseli, Brúarstræti 1 á Selfossi. Sýningin mun standa út apríl mánuð.

Kristrún hefur fengist við margskonar listsköpun í gengum tíðina. Síðustu ár hefur hún helgað sína listsköpun við gerð mynda úr bleki og með blandaðri tækni og er sjálfstæð í listsköpun sinni og hefur notið þess að þróa sinn innri listamann.

Myndir Kristrúnar eru abstrakt og raðar hún á þeim saman fallegum litum og formum.

Gallery Listasel er opið kl. 12.00 – 18.00 þriðjudaga til laugardags og kl 12.00 -16.00 á sunnudögum.

Nýjar fréttir