Þann 18. mars sl. komu dætur og tengdadóttir Steinunnar Guðnýjar Sveinsdóttur í heimsókn á Kirkjuhvol og færðu heimilinu súrefnissíu. Þegar gjöfin var afhent kom Unnsteinn Árnason óperusöngvari, dóttursonur Steinunnar, og flutti nokkur lög sem gladdi íbúa og starfsfólk mjög.
Þessi veglega gjöf mun koma sér ákaflega vel fyrir Kirkjuhvol og eru þeim systrum Sigurveigu, Hildi, Guðlaugu, Hördísi, Jónu, Þórunni og mágkonu þeirra, Gróu, færðar góðar og kærar þakkir fyrir.