7.3 C
Selfoss

Arnar Freyr Ólafsson leiðir lista Framsóknar í Árborg

Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti Framsóknarflokksins var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Tryggvaskála í vikunni. Í 2. sæti listans er Ellý Tómasdóttir, stjórnandi og 3. sætið skipar Gísli Guðjónsson, búfræðikandidat.

Listi Framsóknar í Árborg er saman settur af einkar vel menntuðu, fjölbreyttu og ungu fólki. „á listanum eru virkilega öflugir frambjóðendur sem eru tilbúinir að starfa fyrir fólkið í Árborg á komandi kjörtímabili” segir Ellý Tómasdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Árborg.

Á annað hundrað mættu á félagsfundinn og kom þar fram í ræðu Arnars Freys þar sem hann þakkaði traust félagsmanna að listinn hefði á að skipa fólki úr öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins og hefði því innsýn í málefni allra íbúa Árborgar.

Listinn er þannig skipaður:
1. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur
2. Ellý Tómasdóttir,MS í mannauðsstjórnun og forstöðukona Klettsins
3. Gísli Guðjónsson, búfræðikandidat
4. Díana Lind Sigurjónsdóttir, deildarstjóri í leikskóla
5. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Rakel Svandísardóttir, umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
7. Arnar Páll Gíslason, vélfræðingur og bráðatæknir
8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála hjá VR
9. Óskar Örn Hróbjartsson, tamningamaður og reiðkennari
10. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari
11. Páll Sigurðsson, skógfræðingur
12. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss
13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen, fv. heilsugæslulæknir
14. Björn Hilmarsson, fangavörður
15. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður
16. Gísli Geirsson, fyrrverandi bóndi og rútubílstjóri
17. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Arnþór Tryggvason, rafvirki
19. Inga Jara Jónsdóttir, teymisstjóri í félagsþjónustu
20. Þorvaldur Guðmundsson, ökukennari
21. Sólveig Þorvaldsdóttir, bygginga- og jarðskjálftafræðingur
22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður

Fréttatilkynning fra Framsókn í Árborg

Fleiri myndbönd