Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar embætti skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er um 150 nemenda skóli sem var stofnaður árið 1987 og er staðsettur í Höfn í Hornarfirði. Í skólanum er lögð áhersla á að þjóna þörfum nemenda á persónulegan hátt með sveigjanlegu námsframboði. Fjarnám og tölvutengt nám er mikilvægur hluti náms við skólann.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.
Umsækjendur eru:
- Ingileif S. Kristjánsdóttir, kennari
- Jhordan Valencia Sandoval, öryggisvörður
- Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri
- Lind Draumland Völundardóttir, kennari
Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Umsóknarfrestur rann út 22. mars 2022. Skipað er í embættið til fimm ára í senn.
Fréttatilkynning frá Stjórnarráðinu.