-4.7 C
Selfoss

Lögreglan leitar steinklumpaþjófa

Vinsælast

28 ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Af þeim reyndust 6 vera á meiri hraða en 130 km/klst á 90 km/klst vegi en ökumaður sem ók Suðurhóla á Selfossi með 120 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst situr væntanlega uppi með 180 þúsund króna sekt og 3 mánaða sviptingu ökuréttar.

4 ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.  Einn þeirra reyndist vera að aka svitpur ökurétti.

Ökumaður vörubifreiðar með uppmokstur úr grunni á Selfossi kærður fyrir að flytja of þungan farm. Reyndist við vigtun 4,3 tonnum yfir leyfðir ásþyngd á stöðvunarstað.
5 umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku. Öll án teljandi meiðsla.

15 járngrindum til að girða af t.d. byggingasvæði var stolið  frá húsbyggingu í Breiðumýri á Selfossi einhvern tíma á tímabilinu frá 18 til 21. mars sl. Þá var jafnframt stolið viðeigandi steinklupum sem grindurnar standa í.

Nýjar fréttir