3.9 C
Selfoss

Ítalskur kjúlli sem allir elska

Vinsælast

Sigrún Vala Vilmundardóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Ég vil þakka Helgu fyrir áskorunina.
Þennan kjúklingarétt geri ég nánast í hverri viku við góðar undirtektir fjölskyldunnar!

Ítalskur kjúlli sem allir elska

1 lauk­ur
5 hvít­lauksrif
Olía
4 kjúk­linga­bring­ur (skornar í ca 3-5 bita, eftir stærð)
Salt og pip­ar
1 tsk kjúk­lingakrydd
2-3 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar frá Mutti
4 msk tóm­at­púrra
2 msk ít­alskt krydd
1 dl fersk basilíka söxuð
1 pakki/​dolla fersk­ir smá­tóm­at­ar
1 poki rif­inn mozar­ella

Saxið lauk­inn og mýkið á pönnu upp úr olíu. Þegar lauk­ur­inn er far­in að verða glær er hvít­lauk bætt við. Setjið kjúk­ling­inn í poka með 1 msk af olíu, kjuklingakryddi, salti og pip­ar og blandið vel. Setjið hann svo a pönnuna og er hann brúnaður við nokkuð háan hita á hvorri hlið. Hellið tómöt­un­um, púrr­unni og krydd­un­um (basilíkuni) sam­an við og látið malla í 10 mín­út­ur. Hér má vel bæta við meira salti og pip­ar, magn fer eftir smekk. Ath ekki smakka til því kjúk­ling­ur­inn er ekki fulleldaður. Bætið þá helm­ingn­um af smá­tómöt­un­um sam­an við og hellið osti yfir og smellið inn í ofn á 180 gráður í 25-30 mín­út­ur eftir þykkt kjúk­lings­ins. Berið fram með kletta­sal­ati með sítr­ónu­olíu og af­gangn­um af tómöt­un­um, soðnu spaghetti frá jamie Oliver og ferskum parmesan osti. Ég mæli með góðu Chablis hvítvíni með.

Eftirréttur: Súkkulaðimús með Oreo og berjum.

Sætur rjómi
2,5dl þeyttur rjómi með 2msk af flórsykri
Súkkulaðimús:
2,5 dl þeyttur rjómi
Bræðið 50gr rjómasúkkulaði og 50gr suðusúkkulaði

Kælið örlítið áður en 2 eggjarauðum er bætt við, ef þetta verður kekkjótt má bæta smá rjóma saman við. Súkkulaðinu varlega blandað saman við þeytta þrjómann.
Sæta rjómanum og súkkulaðimúsinni er svo hellt í lögum í falleg glös með muldu Oreo og berjum að eigin vali á milli. Látið stífna í ísskáp áður en borið er fram.

Ég vil skora á vinkonu mína hana Katrínu Þrastardóttur að koma með eldhústöfra úr Stekkjalandi í næsta blað.

Nýjar fréttir