-3.2 C
Selfoss

Takk fyrir stuðninginn – fjölmennasta prófkjör XD í Árborg

Þá liggur niðurstaðan fyrir í fjölmennasta prófkjöri D listans í Árborg frá upphafi þar sem 1432 íbúar tóku þátt í að velja í sjö efstu sætin. Það eitt og sér ásamt því að 18 einstaklingar hafi boðið sig fram eru frábærar fréttir og sýnir áhuga íbúa á málefnum sveitarfélagsins.

Ég er auðmjúkur að hafa náð markmiði mínu og fá tækifæri til að leiða þennan öfluga hóp áfram til góðra verka fyrir samfélagið. Vil þakka öllum frambjóðendum fyrir ótrúlega skemmtilega prófkjörsbaráttu þar sem hjálpsemi, samvinna og virðing einkenndi hópinn. Slíkt er ekki sjálfsagt í svona baráttu en sýnir þann mikla jákvæða kraft sem er í Sjálfstæðisflokknum í Árborg.

Nú er búið að kjósa um efstu sjö sætin en þau skipa Bragi Bjarnason, Fjóla Kristinsdóttir, Kjartan Björnsson, Sveinn Ægir Birgisson, Brynhildur Jónsdóttir, Helga Lind Pálsdóttir og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir. Framundan er vinna við að klára endanlegan 22 manna lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.

Þakka öllum fyrir stuðninginn og hjálpina í kosningabaráttunni og þeim félögum sem unnu óeigingjarnt starf við framkvæmd prófkjörsins.

Bragi Bjarnason,
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg 

Nýjar fréttir