-4.6 C
Selfoss

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands færði fylgjendum sínum þau gleðitíðindi á Facebooksíðu sinni á sunnudaginn að fyrstu heiðlóur ársins væru komnar til landsins, 5 fuglar hefðu sést á túni við Grænahraun í Nesjum, ein við Gaulverjabæ í Flóa og 7 í Grunnafirði.

Út um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa,
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.

Við hjá Dagskránni tökum komu hennar fagnandi og bjóðum hana hjartanlega velkomna til landsins.

Fleiri myndbönd