-4.6 C
Selfoss

Emilía Hugrún sigraði söngkeppni NFSU

Emilía Hugrún Sigrar söngkeppni NFSu
Emilía Hugrún tekur lagið.
Mynd: Óli Þorbjörn Guðbjartsson

Stórglæsileg Söngkeppni NFSu var haldin í síðustu viku. Emilía Hugrún Lárusdóttir bar sigur úr býtum en hún söng lag Ettu James,
I´d rather go blind. Emilía Hugrún verður þar af leiðandi fulltrúi skólans í aðalkeppninni, söngkeppni framhaldsskólanna, sem haldin verður á Húsavík 3.apríl nk.

Tólf keppendur tóku þátt að þessu sinni en þeir voru valdir í forvali fyrr á skólaárinu. Kynnir kvöldsins var Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur. Söngatriðin voru öll góð og átti dómnefndin allt annað en auðvelt með að komast að niðurstöðu.

Í öðru sæti varð Elísabet Björgvinsdóttir, en hún söng lagið Jealous með Labrinth Smith og í þriðja sæti varð Klara Ósk Sigurðardóttir en hún söng lagið New York State of Mind með Billy Joel.  Verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið fékk Aron Birkir Guðmundsson sem flutti lagið Don´t stop me now með Queen. Hljómsveitin No Sleep sá um undirleik og rúmlega fimm hundruð manns fylgdust með keppninni.

 

 

Nýjar fréttir