-7 C
Selfoss

„Lögreglumenn eru einstök starfsstétt“

Ég hef velt því fyrir mér síðast liðinn fjögur ár sem ég hef starfað innan lögreglunar hvað það er sem gerir lögreglumann að góðum lögreglumanni. Ég hef verið heppinn að fá að vinna með mjög fjölbreyttum starfsmannahópi og það hefur sýnt mér að allir hafa eitthvað fram að færa og eitthvað sem hægt er að læra af. Lögreglumenn koma af mjög fjölbreyttum bakrunni og ég hef séð að hvort sem fólk hefur reynslu sem iðnarmenn eða sundlaugarverðir getur öll sú reynsla sem einstaklingurinn býr yfir hjálpað til við úrlausn mála. Því tel ég að það sem gerir lögreglumann að góðum lögreglumanni vera einhvern sem er tilbúinn að sýna metnað að læra nýja hluti, einhvern sem gott er að vinna með í hóp og einhvern sem getur bæði staðið með sjálfum sér sem og að játa það að enginn veit eða getur allt.

Ljóst er að starfið er mjög fjölbreytt og því margvíslegar áskoranir sem koma upp. Það er eitt því sem er svo skemmtilegt við þetta starf, að maður veit aldrei svörin við öllu og þvi er maður alltaf að þróast í starfinu.

Að vinna sem lögreglumaður er maður að vinna í hóp, ekki ósvipað og vera í liði í hópíþrótt. Maður þarf að vinna með fólki að sameiginlegu markmiði til að leysa þær áskoranir sem koma upp. Þó svo maður sé að vinna í hóp tel ég bæði lögreglunámið og starfið sjálft efla hvern þann sem fetar þessa vegferð að verða lögreglumaður. Eykur hæfni í mannlegum samskiptum bæði vegna stöðugar teymisvinnu og viðræðum við borgarann, eykur hæfni í ákvarðanatöku og að standa með eigin skoðunum, eykur þolinmæði til muna og kennir manni hver gildi manns sem einstaklings eru.

Ég fann bæði í starfinu og í Msl að lögreglumenn eru einstök starfsstétt, ég hef aldrei fundið jafn mikla alúð reyndari lögreglumanna og kennara til að hjálpa manni til að ná tökum á ýmiskonar þekkingu. Námið í háskólanum á Akureyri er fjölbreytt og í starfsnáminu er ótrulegt, hvað leiðbeinendur við skólann ná að kenna manni á stuttum tíma.

Það sem stendur þó uppúr hjá mér eftir fjögur ár í starfi og í skólanum eru þeir fjölmörgu vinir og vandamenn sem maður eignast. Ég starfa núna við afleysingu sem varðstjóri á Selfossi og er ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið þá ákvörðun um að prófa starfið sem sumarafleysingamaður og síðar sótt um í námið.

Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is

Árni Guðmundsson,
lögreglumaður hjá lögreglunni á
Suðurlandi.

 

Fleiri myndbönd