1.7 C
Selfoss

Jöfn og sterk keppni í fjórgangi Suðurlandsdeildarinnar

Önnur keppni Suðurlandsdeildarinnar fór fram þriðjudaginn sl. og var þá keppt í fjórgangi ZO-ON. Var það lið Byko og lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sem voru jöfn að stigum og stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins!

Staðan í liðakeppninni eftir tvær fyrstu greinarnar er þannig að BYKO leiðir, þá Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún og svo lið Krappa.

Sæti Lið Stig
1. Byko 190,5
2. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 170,5
3. Krappi 164,5
4. Nonnenmacher 158
5. Smiðjan Brugghús 156,5
6. Slippfélagið 128
7. Vesturkot 107
8. Töltrider 106
9. Húsasmiðjan 98
10. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 96
11. MúrX/Klúbbhús 76,5
12. Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 76,5
13. Fet 48,5
14. Efsta-Sel 41,5

Knapar í úrslitasætum fóru heim með glæsilega vinnina frá ZO-ON en fyrsta sætið hreppti 50.000 kr gjafabréf frá þessu glæsilega fatamerki.

Úrslit atvinnumanna fóru eftirfarandi:
Sæti Keppandi / Hestur / Lið Heildareinkunn
1 Matthías Kjartansson / Aron frá Þóreyjarnúpi / Vesturkot 7,40
2 Elin Holst / Gígur frá Ketilsstöðum / Byko 7,07
3 Lea Schell / Pandra frá Kaldbak / Krappi 7,00
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Sproti frá Enni / Slippfélagið 6,97
5 Hekla Katharína Kristinsdóttir / Lilja frá Kvistum / Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 6,83
6 Sigurður Sigurðarson / Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 / Krappi 6,80

Úrslit áhugamanna fóru eftirfarandi:
Sæti Keppandi / Hestur / Lið Heildareinkunn
1-2 Birna Olivia Ödqvist / Hraunar frá Vorsabæ II / Nonnenmacher 6,97
1-2 Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ / Byko 6,97
3 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum / Slippfélagið 6,93
4 Vilborg Smáradóttir / Gná frá Hólateigi / Smiðjan Brugghús 6,87
5 Árni Sigfús Birgisson / Fjöður frá Hrísakoti / Byko 6,83
6 Sandra Steinþórsdóttir / Tíbrá frá Bár / Vesturkot 6,80
7 Hermann Arason / Krummi frá Höfðabakka / Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 6,60

Heildar úrslit kvöldsins má nálgast í Kappa-appinu.

Næsta keppni verður þriðjudaginn 29. mars þegar keppt verður í fimmgangi í Rangárhöllinni á Hellu.

Fleiri myndbönd