„Við erum að koma undan vetri sem einkenndist nokkuð af Covid takmörkunum og samkomubanni, og svo rauðum og appelsínugulum viðvörunum og mikill ófærð. En nú er undirbúningur fyrir sumarið á fullu og tilhlökkun í mannskapnum“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags í samtali við Dagskrána.
Nýir og spennandi veitingastaður og kaffihús eru að bætast í miðbæjarflóruna í vor og langþráður skemmti- og tónleikastaður verður opnaður fyrir sumarið. Þá eru starfsemi í öllum verslunarrýmum.
„Samhliða þessari auknu starfsemi erum við að bæta útiaðstöðuna á torginu. Núna er verið er að setja upp markísur og hitara við Mjólkurbúið til að geta boðið gestum oftar að njóta veitinga útivið, og svo munu bætast við fleiri setsvæði og meiri gróður inn á torgið“, segir Vignir.
Þar sem ljóst er að starfsemin verður umfangsmeiri þarf að fjölga starfsfólki og er nú auglýst eftir fólki í ýmsar stöður hjá fyrirtækjum í miðbænum, svo sem afgreiðslu- og þjónustustörf, barþjóna, í leiðsögn og móttöku ferðamanna og fleira. „Þetta eru sumarstörf með góðum möguleika á áframhaldandi ráðningu og við hvetjum áhugasama um að sækja um á alfred.is“, segir Vignir.