-1.1 C
Selfoss

Kveðja og þakklæti frá HSU

Vinsælast

Á þessum tímamótum sendum við innilegar þakkir til forsvarsmanna Krónunnar-Rúmfatalagersins (Festis hf.) og Lögmanna Suðurlandi fyrir langlundargeð og þolinmæði fyrir afnot HSU af „Krónukjallaranum“ allan þennan tíma sem sýnatökur hafa staðið yfir.  Allir hagsmunaaðilar í húsinu og Heimir Hjaltason húsvörður fá innilegar þakkir fyrir hjálpina og umburðalyndið.

Jóni V. Albertssyni í Laska þökkum við einnig sérstaklega fyrir lán á gámi.

Byko sendum við einnig góðar þakkir fyrir lán á grindunum.

Miklar umferðartafir urðu oft og langar bílaraðir mynduðust.  Lögreglan á Selfossi fær miklar þakkir fyrir aðstoðina við að stýra umferðinni og greiða úr flækjum.  Öllum íbúum í nágrenninu þökkum við langlundargeðið og þolinmæðina, sem og Hótel Selfossi og öðrum fyrirtækjum sem þurftu að umbera þessar bílaraðir og truflanir á þjónustu.

Selfosskirkja, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Vallaskóli, Brunavarnir Árnessýslu, Þingborg í Flóahreppi, Rauði krossinn í Rangárþingi, Lögreglan í Rangárþingi, Rangárþing ytra, Ráðhús Þorlákshafnar og Golfskálinn á Selfossi lánuðu afnot af húsnæði til sýnatöku og bólusetninga eða komu að því að aðstoða heilbrigðisstofnunina á einn eða annan hátt. Fá allir sem veitt hafa aðstoð okkar bestu þakkir.

Öllum aðilum sem að þessu verkefni komu verður seint fullþakkað og ómetanlegt að finna þann góða samhug sem bjó að baki. Allir voru boðnir og búnir að aðstoða þegar á reyndi.

Virðingarfyllst,
framkvæmdastjórn HSU

Nýjar fréttir