-7.2 C
Selfoss

Af framboðsmálum í Flóahreppi

Vinsælast

Í Flóahreppi eru framboðsmál að skýrast líkt og í flestum sveitarfélögum landsins. Þar hefur breiður hópur fólks með víðtæka þekkingu og reynslu ákveðið að bjóða fram undir merkjum nýs framboðs, Framfaralistans. Að listanum standa þeir sem áður buðu fram undir merkjum Flóalistans ásamt hópi fólks sem hefur undanfarnar vikur komið saman og rætt málefni og leiðir til að gera gott samfélag í Flóanum enn betra.

Málefnavinna er hafin og á næstu vikum verða stefnumál framboðsins kynnt. Framfaralistinn er opin hreyfing þar sem öllum íbúum Flóahrepps er boðið að taka þátt í að móta framtíð samfélagsins. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eða vilja frekari upplýsingar er bent á að hafa samband með tölvupósti á framfaralistinn@gmail.com. Framboðið hefur stofnað Facebook-síðu þar sem fréttir verða birtar og umræður munu eiga sér stað. Uppstillinganefnd mun raða á listann og verður hann gerður opinber þann 22. mars næstkomandi.

Tilkynning frá Framfaralistanum

Nýjar fréttir