-0.5 C
Selfoss

Pestókjúlli ala Telma

Vinsælast

Ég þakka…….fyrir áskorunina og tek henni að sjálfsögðu.

Ég ætla að gefa ykkur uppskrift af dásamlegum kjúklingarétt. Næringaríkur og saðsamur.

Pestókjúlli ala Telma

  • 4x Kjúklingabringa
  • 2 krukkur Rautt pesto
  • ¾ poki Spínat
  • Lítil krukka Fetaostur
  • 1 poki ristaðar furuhnetur
  • Bankabygg eða hrísgrjón
  • Ferskt salat. Salat blandað með rucola, kirsuberjatómatar, bláber og avacado

Hitið ofninn í 180°C. Ristið furuhnetur á pönnu í nokkrar mínútur og setjið til hliðar. Sjóðið hrísgrjón eða bankabygg. Skerið spínat og setjið í skál ásamt pestóinu, fetaostinum (ég nota ekki olíuna) , furuhnetunum og blandið vel saman.

Skerið „vasa“ í kjúklingabringurnar og setjið fyllinguna inní, raðið bringunum í eldfast mót og kryddið með salt og pipar. Setjið afganginn af fyllingunni yfir bringurnar

Bakið kjúklingabringurnar í 45 mín.

Skerið í salatið á meðan kjúklingurinn er í ofninum.

Berist fram með bors á vör 😉

Eftirréttur

Gott er að hafa hann bara einfaldan. Rúlla út í HUPPU og ná í bragðaref á línuna. Ég fæ mér stóran huppuref með Huppuís, kókosbollu, þrist, lakrískurl og smá jarðaberjasósa.

Njótið vel 🙂

Nýjar fréttir