-2.6 C
Selfoss

Ég er tilbúinn að leiða D-listann í Sveitarfélaginu Árborg

Vinsælast

Ég kom inn í bæjarstjórn Árborgar á miðju ári 2012 þegar Elfa Dögg Þórðardóttir hvarf til annarra starfa. Á þessum tíma hef ég öðlast reynslu af störfum fyrir mitt samfélag en allt mitt líf hef ég komið að fjölbreytilegum samfélagsverkefnum af ýmsum toga. Ég brenn fyrir mitt samfélag en ætla þó að hlífa lesendum fyrir langri upptalningu hér en margt hefur verið gert og margt eigum við ógert. Ég hef lengi haft mikla trú á tækifærum okkar svæðis og hefur það raungerst frá árinu 2015 þegar tók að fjölga mjög fólki í okkar sveitarfélagi. En fjölgun ein og sér er ekki markmið nema að innviðauppbygging fylgi jöfnum höndum í grunn og leikskólum, fràveitu, vatnsöflun í bæði heitu og köldu og öruggum samgönguleiðum fyrir íbúana. Það er þó ljóst að ekki er hægt að gera allt í einu og sá góði grunnur í fjármálum sveitarfélagsins sem meirihluti okkar D-lista fólks tryggði á árunum 2010-2018 hefur nú verið settur í hættu með gríðarlegum lántökum og aukinni skuldsetningu. Við lækkuðum skuldahlurfall sveitarfélagsins úr 208% í 124% á þessum átta árum með tilheyrandi lækkun fjármagnskostnaðar og gerðum sveitarfélagið tilbúið í að takast á við vöxt. Góðu vinir í Sveitarfélaginu Árborg nú verður kosið í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí nk. og framboðslistar í óða önn að raða upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn í Sveitarfélaginu Árborg efnir til prófkjörs um uppröðun á D-listann, laugardaginn 19. mars nk. og hafa sautján hæfir frambjóðendur nú þegar boðið fram krafta sína til að sitja á listanum, sjö konur og tíu karlar. Það er öldungis frábært að íbúarnir hafi tækifæri til að velja fólk sem sína fulltrúa á listann og hvet ég ykkur íbúa til að taka þátt. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að standa með mínu samfélagi á Stokkseyri, Eyrarbakka, Sandvíkurhreppi og Selfossi fyrir allt Sveitarfélagið á næsta kjörtímabili fái ég til þess stuðning í prófkjörinu. Ég tel mig hafa sannað í mínum störfum að þið getið treyst mér.

Kjartan Björnsson
Bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar

Nýjar fréttir