-2.6 C
Selfoss

Gleði og keppnisskap í Menntaskólanum á Laugatrvatni

Vinsælast

Fimmtudagskvöldið 3. febrúar ákvað stjórn Mímis að skipuleggja feluleik úti um allan skólann þar sem markmiðið var að halda viðburð sem allir nemendur gátu tekið þátt í. Margir krókar og kimar eru innan skólans og voru þeir nýttir til fulls. Feluleikurinn var mjög vel sóttur og ríkti mikil gleði og keppnisskap meðal nemenda. Stemningin var góð og ómaði tónlist um allan skólann. Nemendafélagið er mjög þakklátt fyrir það að loksins sé hægt að koma félagslífinu á skrið og stefnum við á að gera enn fleira skemmtilegt á komandi tíð.

-ML

Nýjar fréttir