-2.2 C
Selfoss

Blandað lið Selfoss bikarmeistarar 2022

Vinsælast

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi um nýliðna helgi. Fimleikadeild Selfoss sendi þrjú lið á mótið. Á laugardag mættu stúlkurnar í 2. flokki til keppni. Liðið er ungt og efnilegt og er að stíga sín fyrstu skref í 2. flokki. Þær stóðu sig mjög vel og sýndu flottar æfingar og enduðu í 2. sæti með 47,795 stig, sem er frábær árangur, rúmum 2 sigum á eftir liði Stjörnunnar.

Á sunnudag mættu til leiks meistaraflokkar félagsins, kvennalið og blandað lið. Kvennaliðið var að keppa á sínu fyrsta móti í meistaraflokki þar sem þær misstu af síðasta móti vegna veðurs. Keppt var eftir nýjum Evrópureglum og endaði ungt lið Selfoss í 3. sæti með 42,110 stig en þær eiga heilmikið inni og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi mótum. Blandaða liðið er einnig ungt og efnilegt. Þau sýndu flottar æfingar og eru bikarmeistarar 2022. Meistaraflokkar fimleikadeildar Selfoss vilja koma á framfæri þakklæti til styrktaraðila sinna.

Mótinu var sjónvarpað og er hægt að horfa á endursýningu undir RÚV. 

Virkilega flottur árangur hjá þessu unga og efnilega fimleikafólki.

Nýjar fréttir