-0.5 C
Selfoss

Bláskógaskóli Laugarvatni fær Erasmus + styrk

Vinsælast

Bláskógaskóli Laugarvatni tekur þátt í spennandi Erasmus+ verkefni á árinu sem snýst um dyggða og gildis kennslu. 

Verkefnið er með Nadace Pangea stofnuninni í Tékklandi sem hefur innleitt og þróað námsefnið frá árinu 2014. Verkefnastjóri Bláskógaskóla,  Barbora Georgsdóttir Fialová hefur undanfarin ár unnið með þetta verkefni á leikskólastigi og fléttað það saman við útikennslu. Einnig hefur hún unnið að því að þýða verkefnið yfir á íslensku og þróa það með sínum nemendahóp á leikskólastiginu. Verkefnið snýst meðal annars um að kenna nemendum í leik- og grunnskóla að þekkja dyggðir og gildi. Hugtök eins og traust, sjálfsást, dugnaður og sjálfsagi eru aðeins brot af þeim sem tekin eru fyrir til umræðu og kennslu í verkefninu. Hugtökin eru tæki sem börnin geta nýtt sér til að læra að þekkja betur og takast á við eigin tilfinningar og efla sig sem einstakling innan þess samfélags sem hann lifir og hrærist í.
Það hefur verið mjög gaman að sjá umræðu nemenda á leikskólastigi mótast og þróast í takt við verkefnið þannig að þau geta sett orð á, íhugað eigin gildi, tilfinningar og hæfileikar. Þau eru einnig færari í að sjá hvernig öðrum líður í hópnum, leiðbeina og vera til staðar fyrir hvert annað. Verkefnið fellur mjög vel að öðru kennsluefni og leiðum sem skólinn vinnur með svo sem ART- þjálfun og Vináttuverkefni Barnaheilla.

Hluti af því að taka þátt í Erasmus+ verkefni er að læra af öðrum og fylgja því heimsóknir á milli skóla. Tékkneskir þátttakendur sem að koma í heimsókn til Íslands munu því kenna og kynna enn betur hvernig unnið er með dyggða og gildiskennsluna í skólunum þeirra og hjálpa til við frekari innleiðingu á kennsluefninu bæði í leik- og grunnskólastigi. Þar sem okkur þykir nú þegar hafa tekist mjög vel til og að efnið sé einstaklega gagnlegt og áhugavert þá stendur hugur jafnt skólans sem og verkefnastjórans Barboru til þess að gera efnið aðgengilegt öðrum skólum sem hafa áhuga á því. 

Tékkneskir kennarar sem taka þátt í verkefninu hafa einstakan áhuga á að kynnast því mikla og öflug útiskólastarfi sem unnið er með á öllum stigum Bláskógaskóla á Laugarvatni. Markmið þeirra er að læra um útiskólann þar sem er unnin þvert á skólastig og geta flutt þá þekkingu heim til Tékklands. Kennarar Bláskógaskóla munu því ekki aðeins fá að læra um dyggðamennt heldur munu þeir miðla sinni þekkingu og reynslu til samstarfsaðilanna. 

Nýjar fréttir