Íþróttanefnd hefur úthlutað úr Íþróttasjóði tæpum 23 milljónum til 79 verkefna fyrir árið 2022. Alls bárust 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 milljónir króna um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2022. Sjö verkefni á sambandssvæði HSK hlutu styrk úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 2.400.000.
Heildarúthlutun fyrir árið 2022 er 22.990.000 kr., sem skiptist sem hér segir; aðstaða 9.000.000, (42 verkefni), fræðsla og útbreiðsla 10.390.000 (32 verkefni) og rannsóknir 3.600.000 (4 verkefni)
Styrkir sem veittir voru til verkefna á sambandssvæði HSK:
Aðstaða
Íþróttafélagið Dímon
Styrkur til kaupa á skotklukku
200.000 kr.
Skotíþróttafélagið Skyttur
Endurnýjun Skeet leirdúfuvéla
250.000 kr.
Sólheimar ses (Gnýr)
Kraftur 2
150.000 kr.
Umf. Selfoss, frjálsíþróttad.
Selfosshöllin
200.000 kr.
Umf. Gnúpverja
Borðtennisæfingar
200.000 kr.
Fræðsla og útbreiðsla
Frjálsíþróttaráð HSK
Brottfall unglinga úr frjálsum íþróttum
600.000 kr.
Rannsóknir
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir
Andleg heilsa fimleikalandsliða Íslands í aðdraganda og í kjölfar keppni á Evrópumóti 2022
800.000 kr.
Umsóknarfrestur til að sækja um styrk úr Íþróttasjóði er til 1. október ár hvert. Upplýsingar um sjóðinn og úthlutanir eru á heimasíðu Rannís, sjá www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/.