-6.6 C
Selfoss

Ályktun hverfisráðs Eyrabakka á myglu í BES

Vinsælast

Hverfisráð Eyrarbakka er þakklátt skólastjórnendum og forsvarsmönnum sveitarfélagsins fyrir að bregðast við án tafar og með afgerandi hætti við niðurstöðum úttektar EFLU, er varðar myglu í skólahúsnæði BES á Eyrarbakka, með því að loka strax húsnæðinu.

Hverfisráð leggur áherslu á að sveitarfélagið hafi hagsmuni nemenda og starfsfólks BES í forgang.  Gætt verði að því að nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans fái viðeigandi ráðgjöf og stuðning til að bregðast sem best við þeim afleiðingum sem þetta ástand hefur haft á heilsu og líðan viðkomandi.

Tímabundin ráðstöfun vegna þessa ástands þarf að vera staðsett á Eyrarbakka. Það er ekki boðlegt að auka enn frekar á það óöryggi sem nemendur, kennarar, annað starfsfólk skólans og nærsamfélagið býr við með því að flytja skólahald tímabundið út úr þorpinu.

Hverfisráð Eyrarbakka gerir þá kröfu að ráðist verði án tafar í framkvæmdir við nýtt framtíðarhúsnæði fyrir öflugt og metnaðarfullt skólastarf á Eyrarbakka.

Skóli er samfélagsleg og menningarleg nauðsyn hverju samfélagi.

Barnaskólinn á Eyrarbakka hefur verið samofin þorpinu samfellt í 170 ár og ekki er forsvaranlegt að gera breytingu þar á.

F.h. Hverfisráðs Eyrarbakka
Guðmundur Ármann Pétursson, formaður
Drífa Pálín Geirs, varaformaður

Nýjar fréttir