3.9 C
Selfoss

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er heilsueflandi vinnustaður

Vinsælast

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið skráð til leiks í verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“ á vegum Embættis Landlæknis.

Markmið með verkefninu er að efla enn frekar mannauð allra starfsstöðva HSU með bættri heilsu og líðan. Á tímum álags og óvissu er enn mikilvægara en áður að huga að andlegri og líkamlegri heilsu og  viljum við gefa starfsfólki HSU tækifæri og hvatningu til að efla heilsu sína en það á auðvitað við á öllum tímum.

Með því að hefja þetta verkefni er það markmið forvarnaráðs að vinna með starfsfólki HSU að heilsueflingu innan vinnustaðarins, bæta vinnuskipulag, vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að áframhaldandi þroska starfsfólks. Heilsueflandi vinnustaður er ekki hugsað sem átaksverkefni heldur eitthvað sem verður að menningu innan vinnustaðarins og er unnið að alla daga. Ávinningur er bætt heilsa, aukin vellíðan og starfsánægja starfsfólks sem skilar sér í betri þjónustu.

Forvarnaráð HSU

Nýjar fréttir