-0.5 C
Selfoss
Home Fastir liðir Sunnlenski matgæðingurinn Kjúklingur í Satay-sósu

Kjúklingur í Satay-sósu

0
Kjúklingur í Satay-sósu
Ólafur Logi Guðmundsson

Ólafur Logi Guðmundsson er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni. 

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
það er mig mikill heiður að vera valin matgæðingur
vikunnar. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af mínum uppáhalds kjúklinga rétti þessa daga sem bæði einfaldur og fljótlegur í gerð. Njótið og góðar stundir.

Kjúklingur í Satay-sósu

  • 900 g kjúklinga bringur
  • 1 msk. olía til steikingar
  • 2 stk. kjúklinga krafur
  • Salt og pipar
  • Ein krukka Satay-sósa (t.d. frá blue dragon)
  • 1 dl sweet Chili-sósa 
  • 1 poki rifin mozzarella-ostur 
  • Graslaukur 

Meðlæti

  • 1-2 pokar af hrísgrjónum
  • 1 pakki af Naan-brauði

Hitið ofnin í 200 gráður. Skerið kjúklingabringurnar niður í smá bita.

Hitið pönnu með olíu.  Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.

Setjið krukku af Satay sósu útá pönnuna ásamt Chilli sósu og hrærið vel saman.

Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.

Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur) Skerið niður gúrku, graslauk og lime. Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin. Þegar rétturinn er tekin út er stráð graslauk yfir.

Berið fram með grjónum og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.


Ég vel bróðir minn hann Lárus Jóhann Guðmundsson sem næsta matgæðing og skora ég á hann að sýna ykkur listir sínar á villibráðinni.