3.4 C
Selfoss

Sýnatökur hefjast í Þorlákshöfn

Vinsælast

Á morgun, föstudaginn 14. janúar, mun Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefja sýntökur í Þorlákshöfn. Sýnatökurnar munu fara fram við Ráðhúsið við Hafnarberg (gengið inn að vestan en bílastæði að austanverðu).

Framkvæmdar verða PCR sýnatökur og hraðpróf. Opið verður í skimanir frá kl. 9 til 11 alla virka daga.

Nýlega skiluðu Þorlákshafnarbúar inn undirskriftarlista með hátt í 600 undirskriftum þar sem skorað var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að bjóða íbúum Þorlákshafnar uppá aðgengi að sýnatökum, en hingað til hafa þeir þurft að keyra á Selfoss til þess að fara í PCR sýnatöku eða hraðpróf.

Nýjar fréttir