1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Ekki bíða með að heyra

Ekki bíða með að heyra

Ekki bíða með að heyra
Ellisif K. Björnsdóttir, löggildur heyrnarfræðingur.

Heyrnarþjónustan Heyrn hefur frá því í ágúst 2007 komið reglulega og heyrnarmælt, veitt ráðgjöf um heyrn, afgreitt heyrnartæki og verið með þjónustu tengda heyrnartækjum fyrir sunnlendinga í Grænumörk 5 á Selfossi.

Rannsóknir sýna að það líði að meðaltali um 7 ár frá því að fólk uppgötvar heyrnarskerðinguna þar til að það leitar sér aðstoðar. Á þessum tíma heldur heyrnin áfram að hnigna og hætta á félagslegri einangrun eykst. Þeir sem bregðast fljótt við og fara að nota heyrnartæki verða öflugri í samskiptum og halda sér í þjálfun að heyra öll hljóð sem virkar líka vel á skammtímaminnið og jafnvægið.

Merki um heyrnarskerðingu:

  • Hváirðu oft?
  • Finnst öðrum að þú stillir útvarpið eða sjónvarpið of hátt?
  • Finnst þér hljóð lágvær og að aðrir muldri þegar þeir tala við þig?
  • Hefurðu són í eyrunum?
  • Heyrirðu illa þegar þú talar í símann?
  • Áttu erfitt með að taka þátt í samtali þar sem er hávaði eða margmenni?
  • Er hávaði á vinnustaðnum þínum?
  • Áttu auðveldara með að skilja karlmannsrödd en konurödd?
  • Veldur það þér vandræðum að missa úr því sem sagt er þegar þú hittir ókunnuga?
  • Ferðu sjaldan á mannamót vegna þess að þú átt erfitt með að ná því sem um er talað?
  • Veldur það þér depurð að þú heyrir ekki vel?

Ef svarið er já við einhverri af þessum spurningum er það  vísbending um að þú ættir að láta heyrnamæla þig.

Það þarf enga tilvísun til að fá heyrnargreiningu og ráðgjöf heyrnarfræðings en þurfi viðkomandi læknisaðstoð er honum vísað til háls-, nef- og eyrnalæknis. Hjá Heyrn starfar löggiltur heyrnarfræðingur og er lögð áhersla á fagmennsku, persónulega ráðgjöf og góðan tíma til að leiðbeina við notkun heyrnartækja. Vel þarf að vanda til við val á heyrnartækjum í upphafi svo þau nýtist eiganda sínum til fulls.  Tilvalið er að nýta sér þá þjónustu sem Heyrn bíður upp á og fá heyrnartæki að láni til að fá úr því skorði hvernig þau henta.

Sá sem leitar hjálpar við heyrnarskerðingu gefur sér, fjölskyldu sinni og starfsfélögum veglega gjöf þegar þeim finnst ekki lengur erfitt að tala við hann.

Margir hafa notað þjónustu okkar enda finnst fólki gott að fá þjónustu í heimabyggð. Við hvetjum þá sem eru með heyrnartæki frá okkur að panta tíma til að láta stilla tækin sín ef ástæða er til en sú þjónusta kostar ekkert. Nánari upplýsingar eru í síma 534 9600 eða á www.heyrn.is