-2.2 C
Selfoss

Hermann Örn Kristjánsson ráðinn skólastjóri Sunnulækjarskóla

Vinsælast

Hermann Örn Kristjánsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Sunnulækjarskóla frá og með 1. apríl 2022. Alls bárust fimm umsóknir um starfið.

Hermann Örn hefur starfað við Sunnulækjarskóla síðan 2011 sem kennari og deildarstjóri. Nú síðast sem deildarstjóri Sérdeildar Suðurlands, Seturs, frá 2019. Á árunum 1999 – 2011 hefur hann m.a. verið kennari í Ölduselsskóla, sérfræðingur og fyrirtækjaráðgjafi hjá Vodafone og netsérfræðingur hjá Íslandssíma.

Hermann Örn lauk meistaragráðu í MBA frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og er með B.Ed. gráðu í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur einnig sótt nám í grafískri teikningu í Sketchup frá Tækniskólanum í Reykjavík og kerfisfræði frá Tölvu og verkfræðiþjónustunni í Reykjavík.

Nýjar fréttir