-5.5 C
Selfoss

Ómar Ingi Magnússon íþróttamaður ársins

Vinsælast

Selfyssingurinn og handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon hlaut titilinn íþróttamaður ársins 2021, en kjörið fór fram miðvikudaginn 29. desember.

Ómar Ingi spilar með Magdeburg í Þýskalandi og varð markakóngur þýsku deildarinnar, með næst flestar stoðsendingar og var valinn í lið ársins. Ómar hefur einnig verið einn af bestu leikmönnum liðs á þeirri leiktíð sem nú er í gangi. Magdeburg er sem stendur á toppi þýsku deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. Einnig vann Ómar Evrópudeildina í handbolta og heimsmeistaramót félagsliða með Magdeburg.

„Ég er gríðarlega stoltur af þeim árangri sem ég náði og er mjög ánægður með þetta. Þetta er ólýsanlegt, það er í fyrsta lagi heiður að fá að vera í topp tíu með öllu þessu íþróttafólki og að vinna er alveg ótrúlegt. Ég er líka búinn að horfa á kjörið síðan ég var lítill og sjá margt af mínu uppáhalds íþróttafólki vinna þetta, þannig að ég er mjög stoltur,“ sagði Ómar þegar hann tók við titlinum.

Nýjar fréttir