-1.1 C
Selfoss

Síðastasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna

Vinsælast

Sunnudaginn 12. des. sl. var síðasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna í Fischersetri. Þetta var síðasti tíminn af 8 skipta námsskeiði, sem byrjaði í september sl. Rúmlega 20 krakkar tóku þátt í námsskeiðinu og sáu Oddgeir Ágúst Ottesen og Ingimundur Sigurmundsson frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis um kennsluna. Í síðustu kennslustundinni var blásið til skákmóts og úrslitin urðu þau að Grímur C. Ólafsson sigraði með 6v. af 6 mögulegum og Magnús Tryggvi Birgisson og Sigurmundur Ari Gunnþórsson urðu jafnir með 5v., en þar sem Magnús Tryggvi hafði teflt við sterkari andstæðinga hlaut hann annað sætið og Sigurmundur Ari það þriðja.

Nýjar fréttir