-4.4 C
Selfoss

Jólatónleikar á Kirkjuhvoli

Vinsælast

Mánudaginn 20. desember var mikið um dýrðir á Kirkjuhvoli en þá var ákveðið að setja upp jólatónleika fyrir heimilisfólkið. Þetta var algjörlega allt gert að tilstuðlan starfsfólksins sjálfs og voru stjórnendur tómstunda þar fremstar í flokki, þær Hildur Þóra Þorvaldsdóttir og Hlín Albertsdóttir. Metnaðurinn var mikill, þau Ingibjörg Erlingsdóttir og Jens Sigurðsson voru fengin til að spila undir, útbúin var sérstök tónleikaskrá og starfsfólkið myndaði kór sem stóð sig með mikilli prýði.

Í hópi starfsfólks má einnig finna virkilega hæfileikaríka einsöngvara sem sungu af hjartans list og mátti víða sjá tár á hvarmi enda flutningurinn einlægur og fallegur. Einsöngvarar voru þau Írena Víglundsdóttir, Katrín Diljá Vignisdóttir, Oddný Lilja Birgisdóttir, Sigurður Anton Pétursson og Sigurpáll Jónar Sigurðsson.

Heimilisfólk var að vonum alsælt með þessa góðu tónleika og á starfsfólkið miklar þakkir skildar fyrir tónleikahaldið á þessum erfiðu Covid-tímum.

Nýjar fréttir