-6.3 C
Selfoss

Guðni þakkar hlý orð í sinn garð

Vinsælast

Á dögunum kallaði Guðni Ágústsson Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá Eyrarbakka til sín og færði henni bók sína Guðni á ferð og flugi, að gjöf. Gjöfin var þakklætis-vottur fyrir hlý orð en Sigurbjörg sagðist geta hugsað sér að prófa að vera Angela Markel valda mesta kona heims í einn dag eða Guðni Ágústsson. Guðni þótti vænt um athyglina enda Eyrbekkingur að ætt en Ágúst faðir hans fæddist þar og ólst upp til tíu ára aldurs á bakkanum. Sigurbjörgu kannast margir við úr Gettu betur en  hún keppti með sigurliði Verslunarskólans síðasta vetur og  var sunnlendingur vikunnar í Sunnlenska eftir sigurinn. Hún starfar nú við Grunnskólann á Eyrarbakka en eftir áramót flytur hún til Frankfurt í Þýskalandi og lærir þýsku.

Nýjar fréttir