3.9 C
Selfoss

Setjum kvóta á gestafjölda

Vinsælast

Bókakaffið á Selfossi verður með jólabókaupplestur öll fimmtudagskvöld til jóla en vegna aðstæðna er takmarkaður sætafjöldi. Þeir sem vilja mæta verða því að skrá sig fyrirfram og ekki verða leyfðir fleiri en 25 almennir gestir. Þar við bætast höfundar og starfsfólk.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á bokakaffid@bokakaffid.is. Gefa þarf upp kennitölu og síma. Þeir fyrstu 25 sem skrá sig fá aðgagn en öllum póstum er svarað. 

Á fyrsta upplestrarkvöldinu verða eftirfarandi höfundar; Inga Kristjánsdóttir frá Gýgjarhóli sem les úr bók sinni Bréfin hennar Viktoríu, Þórunn Rakel Gylfadóttir sem les úr skáldsögunni Akam, ég og Annika, Sölvi Sveinsson með smásagnasafnið Lög unga fólksins og Gróa Finnsdóttir með skáldsöguna Hylurinn. 

Notaleg jólastemning með kakóbolla, smákökum og skrafi við skemmtilegt fólk. Munið eftir grímunum.

Nýjar fréttir