-11.4 C
Selfoss

Óðinn vill fá Guðrúnu Hafsteinsdóttur í ríkisstjórn

Vinsælast

Tvær eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Óðins og fulltrúaráðsins í Árborg.

Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins Óðins og fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Sveitarfélaginu Árborg sem haldnir voru 10. nóvember 2021, skora á forystu Sjálfstæðisflokksins að tryggja oddvita sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Slíkt er sjálfsagt í ljósi góðs fylgis við flokkinn í kjördæminu og þess að oddviti listans er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagins Óðins á Selfossi, haldinn 10. nóvember 2021, skorar á fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg að stuðla að því að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.

Nýjar fréttir