-1.1 C
Selfoss

Sýning í anddyrinu á meðan viðhald stendur

Vinsælast

Listasafn Árnesinga verður með skemmtilega sýningu á dagskrá í anddyri safnsins. Stóru salirnir fara í viðhald og á meðna verður sýningin Frjóvgun opin ásamt sýningunni Hafið kemst vel af án okkar.

Síðustu vikurnar fyrir jól munum við veita gestum okkar innsýn í safnkost Listasafns Árnesinga. Stórbrotnar landslagsmyndir gömlu íslensku meistaranna og abstraktlist frá sjötta áratugnum ásamt margslunginni samtímalist. Listasafn Árnesinga var stofnað á Selfossi árið 1963 og er þar með fyrsta listasafnið á Íslandi sem tók til starfa utan höfuðborgarinnar. Listasafn Árnesinga starfaði á Selfossi fram til ársins 2001. Þá festi það kaup á Listaskálanum í Hveragerði og hefur verið þar til húsa allar götur síðan.

Safnið býr í dag að safneign um það bil 550 listaverka, allt frá merkustu meisturum íslenskrar myndlistar til áhugalistamönnum í nærliggjandi sveitum.

Þessi stutta (pop-up) sýning gefur um leið forsmekkinn að stærri sýningu sem haldin verður í tilefni af 60 ára afmæli safnsins árið 2023.

Nýjar fréttir