3.4 C
Selfoss

Jólatónleikar ML kórsins

Vinsælast

Senn líður að jólum. Kór Menntaskólans hefur um árabil haldið jólatónleika í Skálholtskirkju. Tónleikarnir verða þrennir í ár, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 18:00 og kl. 20:30 og föstudaginn 26. nóvember kl. 20:00.  Kórfélagar hafa lagt mikla vinnu í undirbúninginn og verða í hátíðarskapi. Miðasala fyrir tónleikana fer fram milli kl. 16-18 virka daga en milli kl. 14-17 um helgar í síma 895-4702 (Þóra Björg). Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið gundysa@ml.is (Gísella). Þegar miðar eru pantaðir þarf að taka fram um hvaða tónleika ræðir, fjölda miða og fullt nafn þess sem millifærir. Einnig þarf að taka fram ef sá sem pantar miðana er aðstandandi einhvers kórfélaga.  Miðaverð er 3.000 kr. í forsölu en 3.500 kr. við inngang. Verð fyrir eldri borgara er 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. við inngang og 12 ára og yngri fá frítt inn. Forsölu lýkur sunnudaginn 22. nóvember.

Við hlökkum til að sjá ykkur, stjórn kórsins.

Nýjar fréttir