-1.1 C
Selfoss

Brek með tónleikaí Þorlákskirkju

Vinsælast

Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn sunnudaginn 14.nóvember kl. 20:00. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá í tilefni 70 ára afmælis þéttbýlis í Þorlákshöfn.

Brek er nýleg hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018. Meðlimir eru Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.

Brek var nýverið tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar en í júní 2021 gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu sem hefur hlotið góðar viðtökur.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir