-4.4 C
Selfoss

Blásið til sóknar!

Vinsælast

Á félagsfundi Framsóknarfélags Árborgar, sem haldinn var 28. október síðastliðinn, var ákveðið að halda skuli prófkjör meðal flokksmanna í Árborg fyrir sveitastjórnarkosningar, þann 14. maí 2022. Á næstu vikum og mánuðum mun kjörnefnd félagsins undirbúa prófkjör og áætlanir standa til um að það verði haldið um miðjan mars á næsta ári.

Við finnum fyrir mikilli Framsókn í samfélaginu okkar og það skilaði okkur frábærum árangri á landsvísu í nýliðnum Alþingiskosningum með skýra stefnu, sterk gildi og öflugu fólki. Það er óhætt að fullyrða að fáir aðrir stjórnmálaflokkar hafa jafn trausta og öfluga grasrót og Framsókn. Þá hafa einnig fjölmargir íbúar sveitarfélagsins lagt okkur lið, bæði með atkvæði sínu og þátttöku í félagsstarfi okkar. Það þökkum við og hvetjum til áhrifa!

Framsóknarfélag Árborgar hvetur íbúa til þess að kynna sér málin, taka þátt, kynna sig og beita rödd sinni í þágu samfélagsins. Áhugasamir geta haft samband við undirritaða, skrifa stjórn skilaboð í gegnum Fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/framsoknarflokkurinn.iarborg svo er auðvitað velkomið að kíkja í vöfflukaffi til okkar en það er alla laugardagsmorgna klukkan 11.00 að Eyravegi 15 á Selfossi.

Saman getum við haft áþreifanleg áhrif á okkar samfélag!

F.h. Framsóknarfélags Árborgar,

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir,

Íbúi í Árborg og Alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Nýjar fréttir