-6.6 C
Selfoss

Ísey skyr bar og Djúsí hafa opnað

Vinsælast

Í dag opnar N1 Ísey Skyr Bar á þjónustustöð sinni í Hveragerði og er það sjötti Ísey staðurinn sem opnar hjá N1. Í Hveragerði er sama fyrirkomulag og á öðrum stöðum að hægt er að sitja inn á þjónustustöðvunum og njóta þess mikla úrvals sem Ísey Skyr Bar býður upp á.

Á sama tíma opnar samloku- og safastaðurinn Djúsí by Blackbox við hlið Ísey Skyr Bar. Djúsí kemur með ferska strauma inn á markaðinn, byggir á hráefna- og hugmyndafræði Blackbox pizzastaðarins, og býður sérlega ljúffengar samlokur og geggjaða djúsa. „Við opnuðum Djúsí inni á Blackbox í Borgartúni í sumar og hlökkum mikið til þess að færa Hvergerðingum þessa snilld í samstarfi við N1“, segir Karl Viggó Vigfússon, stofnandi og yfirkokkur Blackbox. Fyrirhugað er að opna fleiri Djúsí staði á völdum N1 stöðvum á næstunni við hlið Ísey Skyr Bar.

Í tilefni opnunarinnar fá viðskiptavinir N1 í Hveragerði 2 fyrir 1 af öllu á Ísey og Djúsí, dagana 4. – 7. nóvember.

Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir nú á þjónustustöð N1 í Hveragerði vegna þessa, eins og þeir sem lagt hafa leið sína þar um undanfarið hafa tekið eftir. Næsta opnun Ísey Skyr Bar og Djúsí verður svo á þjónustustöð N1 í Borgarnesi.

N1 hefur markvisst unnið að því að auka fjölbreytni í sölu á hollum og næringarríkum matvælum og drykkjum og Ísey Skyr Bar og Djúsí falla vel inn í þann flokk.

Við höfum fengið fyrirspurnir um Ísey Skyr Bar á þjónustustöðvum okkar úti á landi og þær viðtökur sem þeir frábæru og hollu réttir sem þar eru í boði hafa hlotið hvöttu okkur til að flýta framkvæmdum og nú verður loks hægt að njóta varanna frá Ísey Skyr Bar í Hveragerði og Borgarnesi, sem er mikið fagnaðarefni,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Nýjar fréttir