3.4 C
Selfoss

Guðni á ferð og flugi í Risinu

Vinsælast

Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson kynna bók sína Guðni – Á ferð og flugi í Risinu í Mjólkurbúinu, Eyrarvegi 1 á Selfossi, sunnudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Í bókinni fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi.

Þetta er skemmtileg, fyndin og um leið upplýsandi bók um lífið í sveitum landsins í fylgd með Guðna Ágústssyni frá Brúnastöðum og er óhætt að segja að hér fari hann á kostum. Guðni er annálaður sagnamaður og einn vinsælasti tækifærisræðumaður þjóðarinnar. Í hugum margra er hann enn hinn eini sanni landbúnaðarráðherra Íslands – og um leið ötull talsmaður landsbyggðarinnar. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hægt verður að kaupa bókina á tilboðsverði í Risinu og munu Guðni og Guðjón Ragnar árita.

Nýjar fréttir