3.4 C
Selfoss

Fyrsta steypan í Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs

Vinsælast

Fyrsti steypubíllinn er kominn með steypu í grunninn fyrir Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur. Byggingin er hönnuð af arkitektastofunni Arkís. Jarðvegsframkvæmdir voru boðnar út haustið 2020 og var Digriklettur ehf. ráðinn til að vinna það verk. Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, bauð svo út byggingu gestastofunnar í mars 2021. Þeir sem áttu lægsta tilboðið voru Húsheild ehf. Verktakarnir eru nú mættir í Landbrotið með tæki og tól, búnir að slá upp og fyrsta steypan komin í mótin.

Lóðin undir Gestastofuna er í landi Hæðargarðs, handan Skaftár, beint á móti Kirkjubæjarklaustri. Magnús Þorfinnsson gaf lóðina. Gert er ráð fyrir brú yfir Skaftá, frá gestastofunni að Klaustri.

Byggingin er á einni hæð með kjallara undir hluta hennar. Lögð er áhersla á að byggingin falli vel að því hvernig landið er en í nágrenninu eru Landbrotshólarnir. Á þaki gestastofunnar verður torf og þar er útsýnispallur. Útsýnið er mikilfenglegt: Systrafoss, Klaustur og Systrastapi, Kaldbakur blasir við, svo og austur- og vestur Síðan. Toppurinn er svo að á góðum degi er tveggja jökla sýn; bæði sér til Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.

Nýjar fréttir