-4.8 C
Selfoss

Þollóween-hefðin heldur áfram

Vinsælast

Þollóween-skammdegishátíðin verður haldin í fjórða sinn í Þorlákshöfn dagana 25.-30. október. 

Sem fyrr er lögð mikil áhersla á fjölbreytta viðburði þar sem allir geta fundið eitthvað hræðilega spennandi sem vekur áhuga og ef til vill svolítinn taugatrekking. Það verða draugahús fyrir bæði börn og fullorðna, flóttaherbergi (escape room), bílabíó, ónotaleg sundstund, skelfileg skrautsmiðja, kökuskreytingakeppni, grikkur eða gott, hryllingssögukeppni í samstarfi við rithöfundinn Ævar Þór Benediktsson, Nornaþing og svo margt fleira. Samtals er um að ræða 16 viðburði auk ljósmynda- og skreytingakeppni. 

Þollóween er samfélagslegt verkefni þar sem hópur af konum úr þorpinu leggur fram hugvit og mikla sjálfboðavinnu til að gera skammdegið skemmtilegra og búa til vettvang fyrir fólk á öllum aldri til að eiga saman ógleymanlegar stundir. Hátíðin er fjármögnuð í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus og aðra velunnara Þollóween. 

Dagskrána og nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Þollóween.

Nýjar fréttir