-5.5 C
Selfoss

Margt að gerast hjá Menntaskólanum að Laugarvatni

Vinsælast

Margt hefur verið um að vera hér hjá okkur í Menntaskólanum að Laugarvatni frá skólabyrjun. Stjórn Mímis gerir sitt besta til að halda félagslífinu uppi og hefur skipulagt allskonar viðburði. Það var byrjað á því að skíra nýnemana í Laugarvatni en þeir voru 53 talsins. Þetta er stór hefð hér á Laugarvatni og er því alltaf mikil gleði og spenna í hópnum fyrir henni. Annað hvert ár er stórt leikrit sett upp í ML. Leikritið í ár verður byggt á myndinni Stellu í orlofi. Árshátíðarformennirnir okkar eru búnir að halda leiklistarkvöld og undirbúa krakkana fyrir leikritið. Tómstundaformaðurinn okkar hefur haldið ýmsa viðburði svo sem bíókvöld, skákmót og margt fleira. Skemmtinefndarformenn unnu hörðum höndum að því að skipuleggja ball sem var haldið fimmtudaginn 30. september. Ballið var haldið í Eyvindartungu og gekk það með prýði. Nú verður farið í það að skipuleggja Blítt og létt sem er árleg forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólana. Blítt og létt verður haldið 27. október næstkomandi og er mikil spenna í loftinu.  

Kór Menntaskólans að Laugarvatni hefur aldrei verið jafn stór og hann er í ár en alls eru 145 nemendur í kórnum! Frábærir kórtónleikar voru haldnir 25. september í Íþróttahúsinu á Laugarvatni undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur kórstjóra. Þá helgi voru nemendur einnig í kórbúðum og æfðu stíft fyrir veturinn framundan.  

Umsjón: Oddný Lilja Birgisdóttir og Þóra Björg Yngvadóttir

Nýjar fréttir