Uppfært:
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi vinna nú að björgun fólks í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í Mýrdal. Um er að ræða smárútu sem valt út af vegi. Fyrstu upplýsingar eru um að 8 manns hafi verið í rútunni. 3 eru eitthvað meiddir en engin að því er virðist alvarlega. Hóplysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð en stór hluti viðbragðs hefur nú þegar verið afturkallað.
—-
Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Viðbragðsaðilar hafa verið ræstir út en samkvæmt heimildum dfs.is er um að ræða umferðarslys. Ekki hefur verið greint frá staðsetningu slyssins eða hvort slys hafi orðið á fólki. Samkvæmt heimildum dfs.is er verið að ná utan um vettvanginn og von sé á tilkynningu síðar.