-4.5 C
Selfoss

Bókakaffið á Selfossi er 15 ára. Húllum hæ um helgina!

Vinsælast

Já, það eru heil 15 ár síðan hjónin Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarsson stofnuðu verslun sína Bókakaffið og Bókaútgáfuna Sæmund. Verslunin var stofnuð þann 7. október 2006. Í ár eru því liðin 15 ár og í tilefni tímamótanna verður afmælisveisla í verslun þeirra Selfoss laugardaginn 9. október. Í versluninni verður kaffi og kruðerí í boði hússins, 30% afsláttur af öllum Sæmundarbókum, notuðum bókum og völdum titlum af barna- og fullorðinsbókum. Þá verður leiklestur og fjör fyrir börnin á milli kl. 14-15. Umsjón með því hefur Hera Fjord leikkona búsett á Eyrarbakka.

Ný vefsíða í loftið

Í tilefni af afmælinu höfum við einnig tekið í notkun nýja og öfluga netverslun með bæði nýjar og notaðar bækur á veffanginu bokakaffid.is. Þúsundir titla á hagstæðu verði. Um helgina verður 15% afsláttur af öllu í netverslun með kóðanum 15ARA.

Í samtali við Bjarna og Elínu kemur fram að þau vonist til að sjá sem flesta á laugardag. „Það eru allir velkomnir að fagna með okkur. Það verður opið frá 12 -18 að Austurvegi 22.“

 

Nýjar fréttir