Já, það eru heil 15 ár síðan hjónin Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarsson stofnuðu verslun sína Bókakaffið og Bókaútgáfuna Sæmund. Verslunin var stofnuð þann 7. október 2006. Í ár eru því liðin 15 ár og í tilefni tímamótanna verður afmælisveisla í verslun þeirra Selfoss laugardaginn 9. október. Í versluninni verður kaffi og kruðerí í boði hússins, 30% afsláttur af öllum Sæmundarbókum, notuðum bókum og völdum titlum af barna- og fullorðinsbókum. Þá verður leiklestur og fjör fyrir börnin á milli kl. 14-15. Umsjón með því hefur Hera Fjord leikkona búsett á Eyrarbakka.
Ný vefsíða í loftið
Í tilefni af afmælinu höfum við einnig tekið í notkun nýja og öfluga netverslun með bæði nýjar og notaðar bækur á veffanginu bokakaffid.is. Þúsundir titla á hagstæðu verði. Um helgina verður 15% afsláttur af öllu í netverslun með kóðanum 15ARA.
Í samtali við Bjarna og Elínu kemur fram að þau vonist til að sjá sem flesta á laugardag. „Það eru allir velkomnir að fagna með okkur. Það verður opið frá 12 -18 að Austurvegi 22.“